Wednesday Jan 26, 2022
Lífið er hjartans mál
„Ég sit hljóður, geri ekki neitt, vorið kemur og grasið vex af sjálfum sér“ orti japanska ljóskáldið Matsuo Basho.
Við mennirnir erum oftast of uppteknir af okkar eigin málefnum og hugðarefnum til að heyra tungumál hjartans sem talar þó til okkar öllum stundum.
En þau okkar sem hafa setið hljóð í þögninni og orðið eitt með lífinu, skynja það djúplega að tungumál hjartans er skýrt og tært og á sama tíma óskiljanlegt þeim sem reyna að skilja.
Lífið er svo sannarlega hjartans mál sem kemur okkur öllum við. Við ættum að staldra við og leggja við hlustir. -Zenki
Version: 20241125
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.